Rannsókn á íslenska lífeyriskerfinu
Ný skýrsla: Kjör lífeyrisþega
Fréttatilkynning: Heimsmet í skerðingum
Skýrsla I
Árangur íslenska lífeyrissjóðakerfisins
Útgefin í desember 2020
Skýrsla II
Kjör lífeyrisþega
Útgefin í maí 2021

"Grundvallarrit um þróun íslensks samfélags, stjórnmál og lífskjör."

Ný bók eftir Stefán Ólafsson og
Arnald Sölva Kristjánsson.

Um skýrslurnar

Skýrslurnar tvær eru afrakstur rannsóknarverkefnis um velferðar- og lífeyrismál sem unnið hefur verið að á vegum Eddu – rannsóknarseturs við Háskóla Íslands, undir stjórn Stefáns Ólafssonar prófessors.

Fyrri skýrslan, Árangur íslenska lífeyrissjóðakerfisins eftir Stefán Andra Stefánsson og Stefán Ólafsson, beinir sjónum sérstaklega að íslensku lífeyrissjóðunum og leggur mat á árangur lífeyrissjóðakerfisins á tímabilinu 1997 til 2019, meðal annars í alþjóðlegu samhengi. Fjallað er um stærð kerfisins og þróun, ávöxtun eigna og samsetningu, kostnað við rekstur lífeyrissjóðanna og getu til að standa við markmið kerfisins.

Seinni skýrslan, Kjör lífeyrisþega eftir Stefán Ólafsson og Stefán Andra Stefánsson, fjallar sérstaklega um kjör lífeyrisþega (eftirlaunafólks og öryrkja), ekki síst með hliðsjón af samspili almannatrygginga og lífeyrissjóðanna við mótun lífeyriskjara. Skerðingarreglur almannatrygginga eru í lykilhlutverki við mótun eiginlegra lífeyriskjara, auk skattlagningar lífeyrisgreiðslna til einstaklinga og verður slíkum þáttum gerð ítarleg skil.

Edda – rannsóknarsetur við Háskóla Íslands og Efling – stéttarfélag gefa skýrslurnar út.

Left
Right
Hrein raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna var að meðaltali 4% á ári frá 1997 til 2019.
Árangur lífeyrissjóðanna hefur lengst af verið í meðallagi miðað við OECD en töluvert betri síðustu 5 ár.
Raunávöxtun ársins 2019 (11,8%) var sú besta síðan árið 2005.
Ísland var með fimmtu bestu ávöxtunina í hópi OECD-ríkja árið 2019 (sjá nánar).
100 kr. fjárfestar í lífeyrissjóðunum árið 1997 hafa að meðaltali hækkað í 246 kr. að raunvirði árið 2019.
Á síðustu 10 árum hefur meirihluti lífeyrissjóðanna skilað raunávöxtun vel umfram 3,5% viðmiðið.
Rekstrarkostnaður hefur farið lækkandi síðan 1997, vegna sameininga sjóða og aukinnar stærðarhagkvæmni.
Rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna er lágur í samanburði við lífeyrissjóði OECD-ríkja (sjá nánar).
Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðakerfisins var að meðaltali jákvæð um tæplega 1% árið 2019.
Þó höfðu einungis 7 sjóðir af 21 jákvæða tryggingafræðilega stöðu í árslok 2019.
Opinberu lífeyrissjóðirnir (með ábyrgð ríkisins/launagreiðenda) eru hins vegar með mjög neikvæða stöðu.
Landssamtök lífeyrissjóða áætla að lífeyrissjóðirnir hafi skilað rúmlega 9% raunávöxtun árið 2020 (sjá nánar).

Skýrsla I: Árangur íslenska lífeyrissjóðakerfisins

Sjá PDF

Viðauki: Endanlegar tölur fyrir 2019

Sjá PDF

Skýrsla II: Kjör lífeyrisþega

Sjá PDF

~